Færsluflokkur: Bloggar

Sveitaferð og sjálfstæði

c_documents_and_settings_ibm_my_documents_heimasida_e11.jpg

Ég og Emma fórum í sveitaferð með leikskólanum í gær. Við sáum þessi týpísku sveitadýr, kindur, kálfa, hesta, hunda, ketti og kanínur. Ég komst að tvennu dáldið merkilegu í þessarri ferð. Í fyrsta lagi þá hef ég haldið að ég ætti með eindæmum skapstóra og stjórnsama dóttur en ég sá að hún er bara tæplega þriggja ára. Það var eins og samankomnar 30 Emmu, allar eins við mömmur sínar. Svo í öðru lagi þá sá ég að dóttir mín er mjög sjálfstæð og fylgir alls ekki straumnum nema þegar hana langar. Þegar bóndakonan kom með hest fyrir krakkana að sitja á fóru allir í röð og ég ýtti á Emmu að koma í röð og fá mynd af henni á fákinum. Hún leit á röðina og sagði "nei mamma, ekki núna" og fór að moka. Stuttu seinna kláraðist röðin og þá strunsaði mín að hestinum og vildi á bak. Þegar allir fóru svo í kaffi þá sat mín ein eftir og mokaði - fékk að hafa allt dótið ein. Eftir smá stund þá var hún tilbúin og fór að fá sér að borða.

Mér fannst þetta mjög merkileg uppgötvun að hún elti ekki hópinn og gerði það sem hana langaði til hverju sinni, sérstaklega fannst mér þetta merkilegt þar sem ég hef eiginlega alla mína ævi "elt hópinn" og helst jarmað um leið og allar hinar kindurnar jarma.

En allavega - í dag var fyrsti vinnudagurinn. Það er alltaf rosalega erfitt að byrja á nýjum vinnustað, þó svo að maður leggi ekki mikið af mörkum. En allir voru súper indælir við mig og ég held að þetta sé bara fínn staður. Ég get samt ímyndað mér að ég eigi eftir að fitna á næstu vikum, það er svo mikið af góðu brauði, alls konar álegg, alls konar kex og ég veit ekki hvað og hvað - og svo strax í dag byrjaði "mig langar svo í nammi" af næstu borðum - jæks.... það var svo gott að engan langaði í nammi þegar ég var bara ein að læra heima eða í skólanum - þarf að læra að tækla þetta eins og svo margt annað nýtt.

Jæja, ég er uppgefin og ætla að fara að sofa, góð vinkona mín sagði að fyrsti vinnudagurinn er eins og straight átta tímar í kennslustund - það er sko mikið til í því....


Búin búin búin búin

c_documents_and_settings_ibm_my_documents_emma_gu_run_2006_mai_2006_mai2006_016.jpg

það er næstum því þess virði að vera í prófum þegar maður fær þessa tilfinningu sem kemur þegar maður er búinn í törninni - það fylgir því töluverð streita að standa í þessu þó svo að maður sé alveg nægilega undirbúinn og búinn að læra samviskusamlega - samt fylgir þessu stressið...

en ég fór ss í markaðsfræði í morgun og það gekk bara mjög vel - amk miklu miklu miklu betur en reiknishaldið í gær, mæ god hvað það gekk illa - ég hefði alveg eins geta verið í japönskuprófi með tímapressu. Ok, ég er kannski ekki alvitlaus og náði nú aðeins að læra en jesús minn - var hægt að hafa aðeins flóknari færslur og aðeins viðameira verkefni á styttri tíma, je minn eini...     það er alveg ótrúlegt að í fyrra var meðaleinkunnin undir 5 vegna þess að fólk náði ekki að klára verkefnið á þessum 3 klst. Núna var sko engin undantekning, ég held að þegar tíminn var búinn hafi ca 5 manns verið farnir, hinir sátu enn sveittir yfir prófinu - ætti það ekki að segja þeim sem semja prófið eitthvað um að það sé of langt - og svo staðla þeir ekki neitt heldur fella bara fleiri. Ég hef oft spáð í því hvort það sé einhver prófabónus hjá þessum kennurum, þú færð einhverja summu á hverja 10 sem falla, hehehehe

en allavega - ég þarf ekki að hugsa um þetta strax - einkunnir koma ekki alveg strax og ég er eiginlega bara fegin - ég get kvatt þessar aðstæður lærdómsaðstöðuna mína (sjá niðurdrepandi mynd) og get bara farið að dúllast með Guðna og Emmu minni sem helst vill búa aftur inni í mömmu sinni....

En allaveg þá er ég orðin heil heilsu, hress og glöð að vera búin í prófum. Byrja svo að vinna í vikunni og hlakka ferlega mikið til - segi frá því þegar ég er byrjuð...

 


ég er ekki hætt...

... ég er bara að venjast þessu öllu saman

en ég er ennþá í prófum, eitt á morgun föstudag og svo síðasta á laugardaginn... ótrúlega gaman..

ég er búin að vera lasin síðan fyrir síðustu helgi, ég hélt að ég myndi fá bara smá flensuskít en ó nei, ég lá eins og grásleppa allan sunnudag, mánudag, þriðjudag og gerði varla neitt nema reyna mitt besta að fara yfir helv. reiknishaldið og svo svaf ég ógeðslega mikið og byrjaði að skríða saman í gær (miðvikudag) heilsan er svo bara nokkuð góð í dag - fyrir utan hvað mér er illt í bakinu og svo hósta ég eins og gamall sjóari... en það er ekki neitt þegar maður er loksins laus við helv. hitann....

en allavega - gerði mér grein fyrir því í dag hvað ég kann raunar lítið í reiknishaldi, fannst ég vera frekar góð í að gera prófjöfnuði og var frekar bjartsýn en svo kom einhver leiðinda tekjuskattsútreikningur sem ég hef bara ekki minnstu glóru um hvernig virkar - fékk smá hjálp í morgun frá Örnu (úr skólanum) sem kom og reiknaði með mér en samt - þetta verður eitthvað skrautlegt - dúdídú...

en svo enda ég á markaðsfræðinni og sem betur fer var ég búin að læra fyrir hana áður en ég varð veik, ég hefði aldrei komist yfir það líka á einum og hálfum degi - úff, ég held að ef ég fer aftur í nám að þá ætla ég ekki að eyða svo miklum tíma í "hin" fögin að ég láti eitt sitja á hakanum - en það þýðir ekkert að hugsa um það...

en það var svo fyndið - ég gat voðalega lítið borðað síðan um helgina þannig að mín fór í über megrun og léttist um 2 kg á 4-5 dögum (geri aðrir betur) en svo í gær þegar mér leið betur þá hafði ég varla tíma til að lesa því ég var svo mikið að borða og ég held svei mér þá að amk annað kílóið hafi komið á bara eftir gærdaginn - ég var að borða alveg frá því að ég vaknaði um kl 8 og þangað til 10 í gærkvöldi (veit að það er bannað en ég var bara glorhungruð) - þannig að þessi megrun er kannski ekki sú skilvirkasta...

Og hvað gerði ég á meðan ég var veik - dettur ykkur eitthvað í hug ? jább, horfði á sjónvarpið og náði að "catch up" á þætti sem ég hef vanrækt heillengi - rosalega finnst mér Grey´s anatomy skemmtilegt - en ég þoli ekki að þau eiga að vera saman en eru svo þrjósk að geta ekki bara byrjað saman. Survivor kom loksins á óvart, loksins loksins var leiðindagaukurinn rekinn - alveg meiriháttar. ég er alveg hætt að horfa á Apprentice Martha (ég veit nefnilega hver vinnur og þá er það ekkert skemmtilegt). og svo það allra mest spennandi - LOST ó mæ god hvað mig vantar að fara að vita eitthvað meira.... ég verð svo brjáluð ef þetta verður eitthvað geimverudæmi - alveg brjáluð brjáluð brjáluð.... ég var ss vakandi mjög lengi á mánudagskvöldið. Á þriðjudaginn sofnaði ég kl 21 þannig að ég veit ekkert hvað gerðist í heiminum þá. Í gær þá horfði ég á annað uppáhalds, America´s next top model (héðan í frá kallað módelin) og ég varð rosalega hissa á að þessi var rekin, ég held að það hafi verið vegna þess að hún sagðist hafa svona "pretty gene" - ég gubbaði líka næstum því. Svoooo var það L-word og ég veit bara ekki hvað ég á að segja, sko ég er ekki svooo mikil tepra en æi, ég er bara ekki að fíla þennan þátt, veit samt ekki hvað það er.....

svona er mín tilvera búin að vera síðan á laugardaginn - eftir bara 2 daga verður tóm gleði gleði gleði gleði - ég hlakka svo til og svo bara byrja ég að vinna í næstu viku

Jæja, ég ætla að halda aðeins áfram áður en ég rotast


hey, ég gleymdi...

c_documents_and_settings_ibm_my_documents_emma.jpg

.... við erum búin að kaupa og staðfesta ferðina til Svíaveldis - hlökkum svakalega til (þó enn séu nokkrir mánuðir í það)

ég ætla líka að láta fylgja eina sumarmynd af Emmu - hún er svo sæt þetta krútt sem ég á :-)


veikindi og próflestur....

.... fer bara hreinlega ekki vel saman..

 nú er ég búin að vera að taka próf í miklu fleiri ár heldur en ég vil muna og þetta er í fyrsta sinn sem ég er veik í miðjuð próflestri.

ég byrjaði að fá flensu í gær og tók erfiðasta prófið mitt í dag, kýldi mig út af ibufen og harkaði af mér - byrjaði prófið kl hálf tvö - full af c vítamíni og ibufen og svo eftir það kl hálf fimm þá var eins og ég væri kýld - þreytan og allt saman kom yfir mig í einu....

en allavega - mér gekk mjög vel í prófinu mínu, miklu betur heldur en ég átti von á - jei..

núna er bara að liggja svo yfir reiknishaldinu og vona það besta... ég fer í það próf á föstudaginn og svo markaðsfræði strax á laugardaginn - en þá er ég líka búin. Vonandi þarf ég svo ekki að taka fleiri en þetta eina próf í haust (þjóðhagfræði) svo ég geti bara kvatt próflestur í nokkur ár - ég efast samt um að ég sé alveg búin :-)

Emma er orðin frekar þreytt á að mamma hennar hefur lítinn tíma fyrir hana, enda er það þannig að þegar ég er nálægt henni þá er hún límd á mig eins og frímerki - greyið litla. Hún er nú búin að vera lasin sjálf í eina og hálfa viku (og þar á undan heila viku - fékk 3 daga frí og varð svo aftur veik). Ég var að segja við Guðna að ég ætti að rukka Hafnarfjarðarbæ um leikskólagjöldin fyrir apríl, barnið náði einhverjum 3 dögum, en ég held að ég nenni ekki að standa í því - enda er ég líka svo rík (eða þannig)...

 Það er alveg greinilegt að kosningar eru í vændum, ég las bæði Víkurfréttir og Fjarðarpóstinn í dag og viti menn, ekkert annað en kosningaáróður (en ekki hvað) og mér fannst alveg ótrúlega fyndið að Sjálfstæðisflokkurinn var með næstum heila blaðsíðu af "málefnum" sínum, og þar sem ég var að lesa fyrir rekstrarhagfræði þar sem farið var í almannavalsfræði (ss stjórnmálafræði og hagfræði) þar sem sagt var að það væri skynsamleg fáfræði hins almenna kjósanda að vera ekki að eyða of miklum tíma í að skoða hvað hver stjórnmálaflokkur hefur fram að færa, og eftir að hafa lesið þessi bæði bæjarblöð þá er ég eiginlega orðin sömu skoðunar. Ég uppgötvaði að minnsta kosti að frambjóðendur lifa eftir þessarri hugmynd. Mér fannst allaveg það fyndnasta að sjá að eitt af "málefnum" sjálfstæðisflokksins var að "öll börn fái leikskólapláss um 18 mánaða aldri" og ekkert meira um það sagt. Þetta finnst mér eiginlega sorglega fyndið.... ég hef fylgst með loforðum um fjölskyldumál núna um nokkurra ára skeið og alltaf kemur þetta loforð - öll börn á leikskóla um 18 mánaða aldur - yeah right !!!!

Í fyrra þegar Emma varð tveggja ára (í ágúst) þá var hún ekki komin inn á leikskóla og eftir möööörg samtöl við leikskólastjóra og innritunafulltrúa og ég veit ekki hvað og hvað þá fannst engum neitt mikið mál að hún væri ekki komin inn og þess vegna vissi fólk ekki hvort hún kæmist inn fyrir áramót - nema að hún fór svo inn í byrjun október 2005 (en sennilega bara vegna þess að ekki margir fluttust skyndilega til Hafnarfjarðar það haustið)

ÞANNIG AÐ.... næst þegar eitthvað svona fer í taugarnar á mér þá ætla ég bara að leika hinn "skynsamlega fávísa kjósanda" og brosa :-)

Jæja, nú er allur vindur farinn úr mér og ég þarf að snýta mér


Næsta innlegg...

... ég er í ferlegum vandræðum með að skíra innleggin - finnst allt eitthvað svo asnalegt Koss

Nú er prófpressan alveg að ná mér - kláraði lokaverkefnið í einu faginu í dag og gekk bara mjög vel - eins og ég var farin að stressa mig (svaf ekki einu sinni vel í nótt) að þá gekk þetta bara fínt.

Til að taka pressuna aðeins af mér þá fékk ég staðfestingu á því að ég er komin með vinnu þegar skólinn klárast og ég er mjög ánægð með hana - hlakka mikið til að byrja

Ég ætla nú að fara að sofa og helst sofa þangað til á hádegi á morgun (wishful thinking)


Einhvers staðar byrjar þetta

Ég hef oft spáð í að byrja að blogga en eitthvað fundist það svo asnalegt þar sem ég hef svo mikið spáð í hverjir lesa, en svo held ég að svo margir séu að blogga hvort eð er að það skiptir ekki lengur máli hver les hvað....

allavega - bloggið byrjað:

ég fór í skírn í dag og litli kútur var skírður Sölvi Freyr, ferlega flott nafn og fer honum svakalega vel. Hann sver sig alveg í fjölskylduna, fékk nafn sem byrjaði á S og svaf eins og steinn alla veisluna, voðalega easy going og afslappaður - bara alveg eins og hin þrjú (fjölskyldumeðlimir, ekki systkyni).

Annars held ég að ég hafi étið á mig risa stórt gat, er ekki viss um að ég muni borða nokkurn tímann aftur


Höfundur

Jóhanna
Jóhanna

Myndaalbúm

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband