Árinu eldri

candles-happy-birthday 

það er nú nokkuð öruggt að maður verður með hverju árinu einu ári eldri. Ég er þá formlega núna komin á fertugsaldurinn. Í fyrra gat maður réttlætt 30 árin með því að það væri ekki fyrr en maður væri orðinn 31 árs að hugtakið "fertugsaldurinn" ætti við - nú er bara ekki hægt að forðast það.

En ótrúlegt en satt þá hefur aldurinn engin neikvæð áhrif á mig. Ég er næstum búin að ná mínum markmiðum í bili. Ég á mann, íbúð, barn og kláraði háskólagráðuna mína og er hætt að vera feit. Næsta skref er að eignast stærri íbúð í sérbýli / raðhús / einbýlishús, 2 jeppa, fleiri börn og vinnu sem er þannig að maður ber mikla ábyrgð, hefur mannaforráð, allir líta upp til manns en vinnutíminn er frá 8-14 og aldrei þörf á yfirvinnu eða helgarvinnu. Þess má geta að það eru ekki komin tímamörk á þessi markmið :-).

Afmælisdagurinn í gær var með besta móti. Ég fékk endalausa kossa frá fjölskyldunni minni fallegu, og svo líka frá mínu yndislega samstarfsfólki, mamma bakaði fyrir mig köku sem sló í gegn. Vorum boðin í mat til mömmu og pabba (innbökuð svínalund og humarsúpa) og fengum svo Atla og Freydísi í heimsókn. Ég fékk fullt af pökkum sem skemmir nú aldrei. Kvöldið var svo endað á ælupest sem var í boði Emmu Guðrúnar.

Í kvöld ætla ég svo að fá vinkonu-gellurnar mínar í mat og gefa þeim eitthvað gott að borða.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhanna
Jóhanna

Myndaalbúm

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband