veikindi og próflestur....

.... fer bara hreinlega ekki vel saman..

 nú er ég búin að vera að taka próf í miklu fleiri ár heldur en ég vil muna og þetta er í fyrsta sinn sem ég er veik í miðjuð próflestri.

ég byrjaði að fá flensu í gær og tók erfiðasta prófið mitt í dag, kýldi mig út af ibufen og harkaði af mér - byrjaði prófið kl hálf tvö - full af c vítamíni og ibufen og svo eftir það kl hálf fimm þá var eins og ég væri kýld - þreytan og allt saman kom yfir mig í einu....

en allavega - mér gekk mjög vel í prófinu mínu, miklu betur heldur en ég átti von á - jei..

núna er bara að liggja svo yfir reiknishaldinu og vona það besta... ég fer í það próf á föstudaginn og svo markaðsfræði strax á laugardaginn - en þá er ég líka búin. Vonandi þarf ég svo ekki að taka fleiri en þetta eina próf í haust (þjóðhagfræði) svo ég geti bara kvatt próflestur í nokkur ár - ég efast samt um að ég sé alveg búin :-)

Emma er orðin frekar þreytt á að mamma hennar hefur lítinn tíma fyrir hana, enda er það þannig að þegar ég er nálægt henni þá er hún límd á mig eins og frímerki - greyið litla. Hún er nú búin að vera lasin sjálf í eina og hálfa viku (og þar á undan heila viku - fékk 3 daga frí og varð svo aftur veik). Ég var að segja við Guðna að ég ætti að rukka Hafnarfjarðarbæ um leikskólagjöldin fyrir apríl, barnið náði einhverjum 3 dögum, en ég held að ég nenni ekki að standa í því - enda er ég líka svo rík (eða þannig)...

 Það er alveg greinilegt að kosningar eru í vændum, ég las bæði Víkurfréttir og Fjarðarpóstinn í dag og viti menn, ekkert annað en kosningaáróður (en ekki hvað) og mér fannst alveg ótrúlega fyndið að Sjálfstæðisflokkurinn var með næstum heila blaðsíðu af "málefnum" sínum, og þar sem ég var að lesa fyrir rekstrarhagfræði þar sem farið var í almannavalsfræði (ss stjórnmálafræði og hagfræði) þar sem sagt var að það væri skynsamleg fáfræði hins almenna kjósanda að vera ekki að eyða of miklum tíma í að skoða hvað hver stjórnmálaflokkur hefur fram að færa, og eftir að hafa lesið þessi bæði bæjarblöð þá er ég eiginlega orðin sömu skoðunar. Ég uppgötvaði að minnsta kosti að frambjóðendur lifa eftir þessarri hugmynd. Mér fannst allaveg það fyndnasta að sjá að eitt af "málefnum" sjálfstæðisflokksins var að "öll börn fái leikskólapláss um 18 mánaða aldri" og ekkert meira um það sagt. Þetta finnst mér eiginlega sorglega fyndið.... ég hef fylgst með loforðum um fjölskyldumál núna um nokkurra ára skeið og alltaf kemur þetta loforð - öll börn á leikskóla um 18 mánaða aldur - yeah right !!!!

Í fyrra þegar Emma varð tveggja ára (í ágúst) þá var hún ekki komin inn á leikskóla og eftir möööörg samtöl við leikskólastjóra og innritunafulltrúa og ég veit ekki hvað og hvað þá fannst engum neitt mikið mál að hún væri ekki komin inn og þess vegna vissi fólk ekki hvort hún kæmist inn fyrir áramót - nema að hún fór svo inn í byrjun október 2005 (en sennilega bara vegna þess að ekki margir fluttust skyndilega til Hafnarfjarðar það haustið)

ÞANNIG AÐ.... næst þegar eitthvað svona fer í taugarnar á mér þá ætla ég bara að leika hinn "skynsamlega fávísa kjósanda" og brosa :-)

Jæja, nú er allur vindur farinn úr mér og ég þarf að snýta mér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhanna
Jóhanna

Myndaalbúm

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband