11.5.2006 | 18:14
ég er ekki hætt...
... ég er bara að venjast þessu öllu saman
en ég er ennþá í prófum, eitt á morgun föstudag og svo síðasta á laugardaginn... ótrúlega gaman..
ég er búin að vera lasin síðan fyrir síðustu helgi, ég hélt að ég myndi fá bara smá flensuskít en ó nei, ég lá eins og grásleppa allan sunnudag, mánudag, þriðjudag og gerði varla neitt nema reyna mitt besta að fara yfir helv. reiknishaldið og svo svaf ég ógeðslega mikið og byrjaði að skríða saman í gær (miðvikudag) heilsan er svo bara nokkuð góð í dag - fyrir utan hvað mér er illt í bakinu og svo hósta ég eins og gamall sjóari... en það er ekki neitt þegar maður er loksins laus við helv. hitann....
en allavega - gerði mér grein fyrir því í dag hvað ég kann raunar lítið í reiknishaldi, fannst ég vera frekar góð í að gera prófjöfnuði og var frekar bjartsýn en svo kom einhver leiðinda tekjuskattsútreikningur sem ég hef bara ekki minnstu glóru um hvernig virkar - fékk smá hjálp í morgun frá Örnu (úr skólanum) sem kom og reiknaði með mér en samt - þetta verður eitthvað skrautlegt - dúdídú...
en svo enda ég á markaðsfræðinni og sem betur fer var ég búin að læra fyrir hana áður en ég varð veik, ég hefði aldrei komist yfir það líka á einum og hálfum degi - úff, ég held að ef ég fer aftur í nám að þá ætla ég ekki að eyða svo miklum tíma í "hin" fögin að ég láti eitt sitja á hakanum - en það þýðir ekkert að hugsa um það...
en það var svo fyndið - ég gat voðalega lítið borðað síðan um helgina þannig að mín fór í über megrun og léttist um 2 kg á 4-5 dögum (geri aðrir betur) en svo í gær þegar mér leið betur þá hafði ég varla tíma til að lesa því ég var svo mikið að borða og ég held svei mér þá að amk annað kílóið hafi komið á bara eftir gærdaginn - ég var að borða alveg frá því að ég vaknaði um kl 8 og þangað til 10 í gærkvöldi (veit að það er bannað en ég var bara glorhungruð) - þannig að þessi megrun er kannski ekki sú skilvirkasta...
Og hvað gerði ég á meðan ég var veik - dettur ykkur eitthvað í hug ? jább, horfði á sjónvarpið og náði að "catch up" á þætti sem ég hef vanrækt heillengi - rosalega finnst mér Grey´s anatomy skemmtilegt - en ég þoli ekki að þau eiga að vera saman en eru svo þrjósk að geta ekki bara byrjað saman. Survivor kom loksins á óvart, loksins loksins var leiðindagaukurinn rekinn - alveg meiriháttar. ég er alveg hætt að horfa á Apprentice Martha (ég veit nefnilega hver vinnur og þá er það ekkert skemmtilegt). og svo það allra mest spennandi - LOST ó mæ god hvað mig vantar að fara að vita eitthvað meira.... ég verð svo brjáluð ef þetta verður eitthvað geimverudæmi - alveg brjáluð brjáluð brjáluð.... ég var ss vakandi mjög lengi á mánudagskvöldið. Á þriðjudaginn sofnaði ég kl 21 þannig að ég veit ekkert hvað gerðist í heiminum þá. Í gær þá horfði ég á annað uppáhalds, America´s next top model (héðan í frá kallað módelin) og ég varð rosalega hissa á að þessi var rekin, ég held að það hafi verið vegna þess að hún sagðist hafa svona "pretty gene" - ég gubbaði líka næstum því. Svoooo var það L-word og ég veit bara ekki hvað ég á að segja, sko ég er ekki svooo mikil tepra en æi, ég er bara ekki að fíla þennan þátt, veit samt ekki hvað það er.....
svona er mín tilvera búin að vera síðan á laugardaginn - eftir bara 2 daga verður tóm gleði gleði gleði gleði - ég hlakka svo til og svo bara byrja ég að vinna í næstu viku
Jæja, ég ætla að halda aðeins áfram áður en ég rotast
Myndaalbúm
Fallega fólkið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst alveg magnað hvað þú ert búin að þrauka þessu erfiðu próf í bland við veikindi á heimilinu og þín eigin líka. Ég bara dáist að þér. Gangi þér vel í síðasta prófinu, hlakka til að hitta ykkur mæðgurnar fljótlega. :)
Kveðja,
Olga Björt
Olga Björt (IP-tala skráð) 13.5.2006 kl. 02:13
Það er aldeilis veikindin... en þetta hlýtur nú að fara að lagast svona með vorinu ;o) En það er aldrei slæmt að missa kíló þó það sé í veikindum hehe.... en við þurfum nú að fara að hittast, þetta er skelfilegur þessi próftími !!!
heida (IP-tala skráð) 13.5.2006 kl. 17:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.