13.5.2006 | 21:41
Búin búin búin búin
það er næstum því þess virði að vera í prófum þegar maður fær þessa tilfinningu sem kemur þegar maður er búinn í törninni - það fylgir því töluverð streita að standa í þessu þó svo að maður sé alveg nægilega undirbúinn og búinn að læra samviskusamlega - samt fylgir þessu stressið...
en ég fór ss í markaðsfræði í morgun og það gekk bara mjög vel - amk miklu miklu miklu betur en reiknishaldið í gær, mæ god hvað það gekk illa - ég hefði alveg eins geta verið í japönskuprófi með tímapressu. Ok, ég er kannski ekki alvitlaus og náði nú aðeins að læra en jesús minn - var hægt að hafa aðeins flóknari færslur og aðeins viðameira verkefni á styttri tíma, je minn eini... það er alveg ótrúlegt að í fyrra var meðaleinkunnin undir 5 vegna þess að fólk náði ekki að klára verkefnið á þessum 3 klst. Núna var sko engin undantekning, ég held að þegar tíminn var búinn hafi ca 5 manns verið farnir, hinir sátu enn sveittir yfir prófinu - ætti það ekki að segja þeim sem semja prófið eitthvað um að það sé of langt - og svo staðla þeir ekki neitt heldur fella bara fleiri. Ég hef oft spáð í því hvort það sé einhver prófabónus hjá þessum kennurum, þú færð einhverja summu á hverja 10 sem falla, hehehehe
en allavega - ég þarf ekki að hugsa um þetta strax - einkunnir koma ekki alveg strax og ég er eiginlega bara fegin - ég get kvatt þessar aðstæður lærdómsaðstöðuna mína (sjá niðurdrepandi mynd) og get bara farið að dúllast með Guðna og Emmu minni sem helst vill búa aftur inni í mömmu sinni....
En allaveg þá er ég orðin heil heilsu, hress og glöð að vera búin í prófum. Byrja svo að vinna í vikunni og hlakka ferlega mikið til - segi frá því þegar ég er byrjuð...
Myndaalbúm
Fallega fólkið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Innilega til hamingju skvís :) Maður fer þá kannski að sjá þig á götum bæjarins :) hehe
Katrín (IP-tala skráð) 14.5.2006 kl. 17:54
Ég held svei mér þá að ég muni ekki lengur hvernig þú lítur út hehe, en það verður nú klúbbur í næstu viku, ég vona að þú verðir búin að taka til í prófumhverfinu þínu þá hehehe segi svona !!
Heiða (IP-tala skráð) 15.5.2006 kl. 15:39
Hey þarf maður ekki lengur að samþykkja athugasemdirnar ? Þeir hafa lagað þetta ;o) Gott með MBL
Heiða (IP-tala skráð) 15.5.2006 kl. 15:40
hey, ég var að fikta í morgun og fann hvernig ég átti að taka út þetta að þurfa að samþykkja....
ég er aðeins að læra á þetta dótarí
ég held einmitt að ég muni ekki heldur hvernig þið lítið út, ég er að byrja aftur að læra hvernig á að tala í símann (hehehe)
johanna (IP-tala skráð) 15.5.2006 kl. 18:26
ohhh hvað ég er fegin að þú gast tekið þetta út, ég nenni stundum ekki að kommenta út af þessu en mana svo sjálfa mig í það hehehehe
Katrín (IP-tala skráð) 15.5.2006 kl. 19:17
hahaha gott hjá þér, ég segi það sama með mína síðu ég eyddi heilli vakt uppá OgVoda í að finna út öll stillingaatriði og annað og var ótrúlega stolt af mér fyrir að hafa getað sett allt inn sem ég sett inn ;o) Er ekki alveg sú tölvuvænasta í heiminum hehe
Heiða (IP-tala skráð) 16.5.2006 kl. 19:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.