Sveitaferð og sjálfstæði

c_documents_and_settings_ibm_my_documents_heimasida_e11.jpg

Ég og Emma fórum í sveitaferð með leikskólanum í gær. Við sáum þessi týpísku sveitadýr, kindur, kálfa, hesta, hunda, ketti og kanínur. Ég komst að tvennu dáldið merkilegu í þessarri ferð. Í fyrsta lagi þá hef ég haldið að ég ætti með eindæmum skapstóra og stjórnsama dóttur en ég sá að hún er bara tæplega þriggja ára. Það var eins og samankomnar 30 Emmu, allar eins við mömmur sínar. Svo í öðru lagi þá sá ég að dóttir mín er mjög sjálfstæð og fylgir alls ekki straumnum nema þegar hana langar. Þegar bóndakonan kom með hest fyrir krakkana að sitja á fóru allir í röð og ég ýtti á Emmu að koma í röð og fá mynd af henni á fákinum. Hún leit á röðina og sagði "nei mamma, ekki núna" og fór að moka. Stuttu seinna kláraðist röðin og þá strunsaði mín að hestinum og vildi á bak. Þegar allir fóru svo í kaffi þá sat mín ein eftir og mokaði - fékk að hafa allt dótið ein. Eftir smá stund þá var hún tilbúin og fór að fá sér að borða.

Mér fannst þetta mjög merkileg uppgötvun að hún elti ekki hópinn og gerði það sem hana langaði til hverju sinni, sérstaklega fannst mér þetta merkilegt þar sem ég hef eiginlega alla mína ævi "elt hópinn" og helst jarmað um leið og allar hinar kindurnar jarma.

En allavega - í dag var fyrsti vinnudagurinn. Það er alltaf rosalega erfitt að byrja á nýjum vinnustað, þó svo að maður leggi ekki mikið af mörkum. En allir voru súper indælir við mig og ég held að þetta sé bara fínn staður. Ég get samt ímyndað mér að ég eigi eftir að fitna á næstu vikum, það er svo mikið af góðu brauði, alls konar álegg, alls konar kex og ég veit ekki hvað og hvað - og svo strax í dag byrjaði "mig langar svo í nammi" af næstu borðum - jæks.... það var svo gott að engan langaði í nammi þegar ég var bara ein að læra heima eða í skólanum - þarf að læra að tækla þetta eins og svo margt annað nýtt.

Jæja, ég er uppgefin og ætla að fara að sofa, góð vinkona mín sagði að fyrsti vinnudagurinn er eins og straight átta tímar í kennslustund - það er sko mikið til í því....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju að vera byrjuð í vinnunni, ertu ekki fegin að vera búin í prófum ;o) Daman þín er rosa dugleg, var ekki gaman í sveitinni ? Það er svo gaman að fara í svona sveitaferð með leikskólanum.

Heiða (IP-tala skráð) 17.5.2006 kl. 20:59

2 identicon

Til hamingju með að vera byrjuð í nýju vinnunni, þetta verður örugglega rosa gaman :)

Katrín (IP-tala skráð) 22.5.2006 kl. 16:40

3 identicon

Velkomin til okkar elsku Jóga mín :)
Hlakka til í Okt þegar ég kem aftur :) kv.Íris

Íris (IP-tala skráð) 27.5.2006 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhanna
Jóhanna

Myndaalbúm

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband