Kosningar búnar.....

.....og úrslitin alveg í samræmi við flestar skoðanakannanir - þetta er ekkert gaman lengur, engin spenna :-)

Ég horfði á NFS í gær og það var alveg brilljant að fylgjast með fréttamönnunum - það var alveg sama hvort þeir voru staddir í myndveri, ráðhúsinu eða á Býldudal það var alls staðar "gífurleg spenna í loftinu" og það var spurning á tímabili hvort það myndi líða yfir Sigmund Erni af spenningi.

Annars var þessi helgi "hin fullkomna helgi" (og hún reyndar er enn í gangi). Á föstudaginn var matarklúbbur þar sem ég eldaði roooosalega góðan mat, þó ég segi sjálf frá. Í aðalrétt voru humarfylltar kjúklingabringur með kartöflurétti úr grænmetisbók Hagkaupa (með rauðlauk, hvítlauk, timjan, rósmarín og sítrónu) og svo auðvitað geggjað sallat með balsamic dressingu. í eftirrétt gerði ég svo holla súkkulaðiköku úr spelti, ávaxtasykri með súkkulaði (úr hrásykri) og svo fullt af ávöxtum og svo auðvitað geggjað kaffi (spari kaffi úr sparibollunum mínum - já ég á sparibolla sem ég nota bara við sérstök tækifæri - ss þegar ég fæ gesti ) meira að segja Heiða smakkaði kaffi - ég reyndi mitt besta að gefa henni kaffi sem átti ekki að bragðast eins og kaffi en hún fann keiminn - skil það svo sem alveg þegar maður drekkur ekki kaffi.

Í gær löbbuðum við í Hellisgerði þar sem Kraftur var með fjölskyldudag. Við vorum þar með Ingimundi, Elísabetu og Jóhann Ísak sem var að upplifa gras í fyrsta sinn og fannst það geggjað. Eftir það þá löbbuðum við í miðbæ Hafnarfjarðar og hefur bærinn aldrei verið eins fullur af lífi - eiginlega synd að þetta gerist bara einu sinni á fjögurra ára fresti - hefði kannski átt að vera kosningaloforð einhverra flokka að gæða bæinn lífi um venjulegar helgar líka - nema hvað að svo fórum við að kjósa. Þegar ég beið í röð eftir að fá að skrifa mitt X þá allt í einu uppgötvaði ég hversu mikilvægt mér finnst að fólk nýti sér kosningarétt sinn - á mörgum stöðum í heiminum fær fólk almennt ekki að kjósa eða t.d. konur mega ekki kjósa (eða almennt hafa skoðanir) og svo hérna þar sem fólk fær að hafa sínar skoðanir og að hafa áhrif þá eru kannski 40% sem ekki nýta sér það - skamm skamm

Í gærkvöldi grilluðum við svo og fórum svo til Atla og Freydísar að spila þar sem ég (og Andri sem er vinur þeirra) unnum - það er bara ekki gaman að spila Trivial nema maður vinni (ég er samt ekki tapsár - djók).

Nú sitjum við Emma saman í kúldri og horfum á Tarzan og erum aaaalveg að fara út að gera eitthvað skemmtilegt - heil vinnuvika framundan (úff) og svo löng helgi (aaahhhh)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gæti ekki verið meira sammála þér með að nýta kosningaréttinn!!! Enda segi ég líka við fólk sem ekki kýs, "þá hefur þú ekki rétt á því að rökræða pólitík". Málið er nefnilega það að ef maður vill gefa skít í þetta þá fer maður á kjörstað og skilar inn auðu!!!

Katrín (IP-tala skráð) 30.5.2006 kl. 12:50

2 identicon

Vá tek undir með að nýta kosningaréttinn. Ég skil ekki þegar fólk "nennir" ekki að kjósa. Einu skiptin sem fólk getur virkilega haft áhrif því öll atkvæði vega jafnt, hvort sem maður er ríkur eða fátækur.

Góð áminning þetta með að það hafi ekki allir kosningarétt úti í heimi. Það þurfti heldur engin smá átök til þess að konur fengju að kjósa hér á landi og það er ekki svo ýkja langt síðan!

Það lá við að ég slefaði á lyklaborðið þegar ég las "humarfylltar kjúklingabringur"...mmmmmmmm....en klukkan er bara níu að morgni og best að fá sér jógúrt. Nema Lýður Oddsson, hann fær sér humar með hvítlaukssmjöri. ;)

Olga Björt (IP-tala skráð) 31.5.2006 kl. 08:57

3 identicon

Hey það er nú orðið soldið langt síðan kosningarnar voru búnar mæ djér ;)

Katrín (IP-tala skráð) 10.6.2006 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhanna
Jóhanna

Myndaalbúm

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband