12.6.2006 | 21:21
Búin að fá úr öllum prófum...
.... og náði öllu - vei vei gaman...
ég fékk ss loksins allar einkunnir og verð að segja að ég er stoltust af 5sem ég fékk í reiknishaldi.. ekki af því að það er 5 og allra allra lægsta einkunn á mínum háskólaferli (sem er orðinn dáldið langur) heldur vegna þess að ég var veik akkúrat þegar ég var að læra fyrir prófið og var ekki búin að sinna því nógu vel í vetur, prófið var geðveikt langt og snúið og ég bara var 100% viss um að hafa fallið í því - heldur er ég stolt vegna þess að meðaleinkunnin var 3,72 þannig að ég var rúmum heilum fyrir ofan meðaltal - féllu 112 (þar af ca 30 sem ekki mættu í prófið og fengu þ.a.l. núll).... en allar aðrar einkunnir voru bara í góðu lagi - endaði með tvær 9 í viðskiptafræðinni en það er sko einkunn sem ég held að sálfræðikennarar hafa bara ekki hugmynd um hvernig lítur út.
Þannig að ég er svoooo glöð - bíð nú bara eftir að klára Þjóðhagfræðina í ágúst og þá útskrifast ég loksins (í október) og það verður svo stór veisla að aldrei hefur annað eins sést :-)
Það er rosalega mikið að gera í vinnunni - dáldið erfitt að fara beint úr geggjaðri próftörn í brjálaða vinnu - ég held annars að það sé ekkert meira að gera hjá mér heldur en öðrum, mér finnst allar mínar vinkonur vera að drepast úr vinnu - alls staðar virðast vera of fáir á hverjum stað - spurning hversu miklu það skilar ......
Ég er búin að nýta helgarnar mínar mjög vel í að kynnast Emmu minni uppá nýtt og auðvitað Guðna - það hefur gengið mjög vel. Við höfum farið á hverri helgi eitthvað í göngu og út á róló og erum farin að þekkja endurnar með nafni - meira að segja fuglafóbían ég reyni að styðja þetta áhugamál þeirra að standa og grýta gömlu mygluðu brauði í fugladruslur sem hafa ekki nokkurn áhuga... annars veit ég ekki hvort hægt er að kalla þetta lengur að "gefa öndunum brauð" - þetta eru ekkert nema máva-ógeð...
en svona er þetta - annað í fréttum - Sirrý vinkona (og Svenni og strákarnir þeirra) voru að kaupa sér raðhús, rosalega flott í æðislegri götu, og svona Neighbours fílingur - mamman í næstu götu, æskuvinkonan í sömu götu (og mamman) en mér finnst það einmitt svo huggulegt. Björg, æskuvinkonan mín gifti sig í lok maí (20. maí) og það var svo gaman í brúðkaupinu, fullt af hugmyndum sem ég fékk (svona ef maður ákveður að drífa í þessu).
Jæja - Guðni er á tónleikum svo ég ætla að nýta kvöldið í að fara að sofa - langt í næstu helgi (fyrsta vikan minnir mig með heilum 5 vinnudögum - úff)
Myndaalbúm
Fallega fólkið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með prófin þín, ég er ótrúlega stolt af þér mín kæra.
Sirrý (IP-tala skráð) 16.6.2006 kl. 00:21
Til hamingju frá mér líka, frábært hjá þér :)
Katrín (IP-tala skráð) 16.6.2006 kl. 18:49
Æði, til hamingju Jóhanna. Frábær árangur erfiðisins.
Leitt að þú kemst ekki með á föstudaginn.
Kristín sem vinnur með mér skilaði til mín að þú værir alltaf að bíða eftir því að ég byði ykkur Emmu Guðrúnu í heimsókn. Nú fer að koma að því....sko.....þú ert upptekin um helgina. Hvernig líst þér á sunnudaginn þar á eftir?
Olga Björt (IP-tala skráð) 21.6.2006 kl. 22:38
ju ertu búin að vera svona dugleg að blogga hérna, ég gleymdi á sínum tíma að setja síðuna sem þú sendir einu sinni (var það örugglega þessi?) inn í net-rúntinn minn og svo bara datt ég óvart inn á hana núna í gegnum Katrínar síðu (sorry Katrín ég commentaði ekki :o)
jæja verð núna dyggur lesandi
og vonandi fyrirgefurðu mér
og hey! nú ertu orðinn hættulegur boxari!
Fríða (vonandi) vinkona
Fríða (IP-tala skráð) 23.6.2006 kl. 01:57
Hey mér finnst þú nú frekar lélegur bloggar sko!!! Hæ Fríða :)
Katrín (IP-tala skráð) 23.6.2006 kl. 12:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.