29.6.2006 | 08:39
Kannski ekki....
..... alveg duglegasti bloggarinn - ég held að ég verði bara að viðurkenna það...
Mér finnst samt eins og ég þurfi að hafa svo mikið að segja til að deila því hérna og ég hef eiginlega ekki gert neitt nema vinna síðan ég byrjaði
en ég fór samt úr bænum á síðustu helgi - fór að veiða með familíunni, árlegi veiðitúrinn okkar á Ölvesvatn á Skagaheiði. Ég er búin að fara þangað með mömmu og pabba síðan ég var pínu lítil og svo eftir að ég kynntis Guðna þá höfum við farið með. Halldór kom með krakkana og Emma var í essinu sínu með henni Hlín sinni. Það var þrusu veiði - fórum yfir 120 fiska (9 manns) og á tímabili leit út fyrir að Emma yrði aflaklóin (eins og svo oft vill verða með yngstu krakkana) en ég held svo að Daði hafi slegið henni við, enda veiddi hann alveg þangað til bílinn lagði af stað í bæinn.
Guðni minn á afmæli á laugardaginn og ég veit EKKERT hvað ég á að gefa honum, hef hingað til alltaf verið með gjöfina tilbúna löngu fyrir afmælið en stend alveg á gati núna... endilega gefið mér hugmyndir
Nú ætla ég að fá mér kaffi því ég var að mæta og nenni ekki að byrja á neinu fyrr en kaffið er komið í kroppinn.... reyni að vera duglegri að skrifa þá bara ekki um neitt
Myndaalbúm
Fallega fólkið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.