7.1.2007 | 11:06
Tek áskorun...
... sem ég fékk í meili um daginn - annað hvort að blogga eitthvað eða önnur Jóhanna fær plássið...
ég er roooosalega dugleg að skrifa eitthvað - finnst það svo asnalegt og stroka það út, en það er einmitt það sem gerir mig að ekki svo góðum bloggara - ég ritskoða svo það sem ég segi.
En hvað hefur á dagana drifið síðasta hálfa árið - ég útskrifaðist úr HÍ með BA gráðu í sálfræði og viðskiptafræði sem aukagrein. Marseraði uppá svið í Háskólabíó og tók við skírteininu mínur frá Óla H (þeim sem ráðlagði mér að taka aukagrein á móti sálfræðinni af því að Magnús "bara fílaði ekki hvernig ég skrifaði") en hann gaf mér sykursætt bros og tók þéttingsfast í hendina á mér þannig að öll leiðindi í þessarri stofnun urðu bara eftir þarna á sviðinu og ég sit eftir með gráðuna mína.
Og svo er stóra spurningin - hvernig er ég að nýta mér þessa "loksins náði að klára" gráðu - EKKI RASSGAT. Ég er að vinna við nákvæmlega það sama og ég gerði fyrir 9 árum þegar ég byrjaði í minni fyrstu skrifstofuvinnu.... en ég hef aðeins hærri laun. Var að rifja upp að mín fyrstu laun árið 1998 fyrir 8 tíma vinnu voru 75.000 kr á mánuði (fyrstu 3 mánuðina). Ég hef alla tíð verið mjög léleg að semja :-)
Annars voru jólin nú heldur fljót að líða. Ég ætlaði svo að hafa desember kósý og jólalegan og alls ekki falla í jólastress-gryfjuna svona einu sinni sem ég væri ekki í jólaprófum. Jesús minn hvað ég átti ekki eftir að fara eftir því - desember leið bara svona eins og þoku - geðveiki ofan á geðveiki ársins. Það er ekki sniðugt að vinna við innflutning svona rétt fyrir jól og þurfa svo að synda um bæinn að redda hinu og þessu. Ég var hreinlega búin á því þegar klukkan sló 18 þann tuttugasta og fjórða. Svo byrjaði hin geðveikin - jólaboð í fleirtölu. Maður vill auðvitað hitta alla og vera með öllum en come on - eftir nokkra daga var emma farin að segja þegar hún vaknaði "mamma - getur við ekki verið heima í dag" og þá er það nú slæmt.
Svo tekur nú bara við bið eftir sumrinu - ég er mjög bjartsýn fyrir þetta sumar, hef mikla trú á því að það verði sól svona 40% af tímanum og ekki rigning nema svona 10% - sjáums svo bara til hvernig þetta fer :-)
Myndaalbúm
Fallega fólkið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nei nei, en gaman. Bara komin ný færsla hingað inn :-) Nú fer maður að kíkja oftar við hérna á síðuna. Kveðja, Mæja
Mæja (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.